043.b-Fjallkonan (TTBB)
043.b-Fjallkonan (TTBB) Read More »
Þess skal að lokum getið, að á vegum Byggingarfélags verkamanna eru tvö ný steinhús risin af grunni í Stokkseyrarhverfi. Annað þeirra er hjá Skipagerði, byggt 1950, og býr þar nú Eyjólfur Bjarnason með fjölskyldu sinni. Hitt húsið stendur í Hólstúni, byggt 1951, en það er eigi enn komið í notkun, þá er þetta er ritað.
Vinaminni er byggt árið 1898 af Jóni Sturlaugssyni, síðar hafnsögumanni, og bjó hann þar til dauðadags 1938. Nafnið er svo til komið, að Jón bauð nokkrum kunningjum til sín, þá er húsið var fullgert, þar á meðal Ólafi kaupmanni Árnasyni. Áður en þeir skildust, sló Ólafur því fram að kalla húsið Vinaminni til minningar um
Vatnsdalur er sama býli sem hét áður Tjarnir, sjá þar. Guðmundur Pálsson, er þar bjó, breytti um nafn á því árið 1905.
Útgarðar eru byggðir árið 1870 af Guðnýju Kjartansdóttur, ekkju Einars Loftssonar í Ranakoti, en nafnið kemur fyrst fyrir við húsvitjun 1874. Fyrst er býli Guðnýjar kallað Móhúsahjáleiga (manntal og húsvitjun 1870), en síðan um tíma einungis Móhús. Í sveitarbók Stokkseyrarhrepps 1873-74 er býlið kallað Ölhóll, en næstu tvö árin einungis Hóll. Í húsvitjun 1874 er
Tjarnarkot var byggt árið 1887 af Gamalíel Jónssyni frá Oddagörðum, og bjó hann þar til 1932 eða 1933, og fór kotið þá í eyði. Gamalíel var hringjari í Stokkseyrarkirkju. Hann var stór maður vexti, ágætur söngmaður og hafði mikla leikarahæfileika, vinsæll og mesti heiðursmaður. Tvíbýli var í Tjarnarkoti á árunum 1899-1926. Bjuggu þar þá í
Strönd byggðu þeir svilar Sigurður Hannesson frá Hjalla og Guðni Árnaso n söðlasmiður árið 1896.
Stokkseyri nefndust einu nafni mörg hús, er risu smám saman upp hið næsta Stokkseyrarbæjunum gömlu. Hús þessi voru um 15-20 að tölu, og töldust íbúar þeirra eiga heima á Stokkseyri án frekari aðgreiningar. Nú er þó svo komið, að ýmist hafa hús þessi fengið sérstök nöfn eða þau hafa horfið úr sögunni, svo að eftir