Merkigarður
Merkigarður er byggður árið 1902 af Einari Sveinbjörnssyni, fyrr bónda á Leiðólfsstöðum. Þar bjó Einar til dauðadags 1937 og nú Guðmundur, sonur hans.
Merkigarður er byggður árið 1902 af Einari Sveinbjörnssyni, fyrr bónda á Leiðólfsstöðum. Þar bjó Einar til dauðadags 1937 og nú Guðmundur, sonur hans.
Hólahjáleiga var þurrabúð hjá Hólum, sem er aðeins nefnd í manntali 1703 og hefir verið í byggð fáein ár. Þar bjó Guðmundur Ormsson á elliárum sínum í skjóli sonar síns, Jóns bónda og smiðs í Hólum. Vera má, að býli þetta sé hið sama sem enn sér merki til í túninu í Hólum og kallað
Eiríksbakki var kenndur við Eirík Magnússon frá Háfshól í Holtum, er byggði hann árið 1902. Þetta var einn af Sjónarhólsbæjunum. Þar er nú sumarbústaður.
Dalbær var byggður 1899, og bjuggu þar hjónin Jón Jónsson og Helga Þorsteinsdóttir, bæði úr Ytrihrepp. Dalbær fór í eyði 1940, og er þar nú heyhlaða og geymsla.
Brautarholt var sama býli sem áður hét Árnatóft, sjá þar, og breytti Kristján Hreinsson um nafn á því 1903. Síðasti búandi þar var Helgi Halldórsson. Hann fluttist að Grjótlæk 1911, og fór Brautarholt þá í eyði.
Hóll var hjáleiga frá Stokkseyri og er fyrst getið í bændatali 1681 og í manntali 1703 (misprentað þar Höll). Á 19. öld var býlið stundum kallað Stokkseyrar-Hóll til aðgreiningar frá Hól í Gaulverjabæjarhreppi (Vorsabæjar-Hól). Hóllinn var hluti af Stokkseyrareigninni, unz mad. Þórdís Jónsdóttir í Dvergasteinum seldi hann skömmu fyrir aldamótin 1800 Jóni skipasmið Snorrasyni. Þegar