hordur

55-Suðurferðir

Ferðalög fótgangandi manna á leið til Reykjavíkur og þaðan aftur voru mjög tíð einkum að vetrarlagi, fyrir jólin og eftir nýárið. Oftast voru 3-4 menn í hópi, og fóru þeir ferðir þessar til þess að viða að sér ýmsum þeim vörum, er þá og einkum útgerðarmenn vanhagaði um, en á þrotum voru eða með öllu […]

55-Suðurferðir Read More »

53-Áburður og engjarækt, heimilisiðnaður og fleira

Þegar foreldrar mínir fengu ábúðarjörð sína 1854, fengu þau 6 hesta töðugresis af henni. Túnið var kargaþýft, en á þeim 33 árum, sem þau bjuggu þar, létu þau slétta túnið svo og færa það út, að síðustu árin fengu þau 150 til 160 hestburði góðrar töðu. Engjarnar voru litlar, en notadrjúgar, því að á þeim

53-Áburður og engjarækt, heimilisiðnaður og fleira Read More »

48-Stjórnmál

Naumast held ég, að hjá því verði komizt að minnast á það hér, hvernig stjórnmálum var háttað á tímabili því, sem hér um ræðir. Þetta er að vísu engin nauðsyn, þótt nú á þessari víkingaöld stjórnmálanna muni það þykja sjálfsagt. En sem betur fer, er harla lítið af þeim að segja þaðan að austan. Þau

48-Stjórnmál Read More »

47-Skemmtanir

Þótt skemmtanir væri eigi „daglegt brauð“ Bakkamanna eða „Flóafíflanna“, var það eigi á þeim að sjá eða heyra, að þeir liðu tilfinnanlega vegna slíks skemmtanaleysis. Þeir höfðu aðrar og betri skemmtanir, – og þær daglega, – en dans og önnur fíflalæti, sem nú má segja, að sé ekki einungis daglegt brauð fjölda hinna yngri manna,

47-Skemmtanir Read More »

46-Barnaskólarnir á Bakkanum

Nokkru eftir að Guðmundur Thorgrímsen fluttist búferlum til Eyrarbakka, tók hann að vinna að því ásamt þeim séra Páli Ingimundarsyni í Gaulverjabæ og Þorleifi Kolbeinssyni á Stóru-Háeyri, að barnaskóla væri komið á stofn í sókninni, Tókst þeim það svo vel, að árið 1852 var skólinn settur að Stóru-Háeyri og í húsum Þorleifs Kolbeinssonar. Var það

46-Barnaskólarnir á Bakkanum Read More »