hordur

42-Sjómannaskóli Árnessýslu

Þegar ég sá fjölda ungra manna vikum saman aðgerðalausa í landlegunum að öðru leyti en að fást við áflog, spilamennsku og einskis nýtar skemmtiiðkanir aðrar, blöskraði mér svo, að ég stofnaði skóla nokkurn, er hlaut nafnið „Sjómannaskóli Árnessýslu“. Starfaði hann í öllum veiðistöðum sýslunnar: Loftsstöðum, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn, Kennslugreinar voru einkum reikningur, réttritun, landafræði

42-Sjómannaskóli Árnessýslu Read More »

41-Sveitablöð

Það var í sambandi við bindindisstarfsemina og stúkulífið: á Eyrarbakka, að árið 1890 var stofnað handskrifað sveitablað, tvær ritaðar síður í arkarbroti, og sent um alla sýsluna til lesturs. Blað þetta hét ýmsum nöfnum, svo sem Gangleri, Kveldúlfur og Bergmálið. En því voru nöfnin svo breytileg og mörg, að ritstjóri þeirra – sá, er þetta

41-Sveitablöð Read More »

40-Félagslíf

Eyrarbakkaverzluninni hefur einatt verið fundið það til foráttu, að hún hafi gert fullmikið að því að flytja brennivín til landsins og þannig beinlínis stuðlað að miklum og almennum drykkjuskap. Sízt af öllu ber mér að neita þessu eða bera í bætifláka fyrir hana í þessum efnum, en þó uggir mig, að það hafi engu síður

40-Félagslíf Read More »

39-Hafnsögumaðurinn

Hafnsögumennirnir voru jafnan úrvals sjómenn og víkingar, en ekki voru þeir „sterkir í dönskunni“. Þegar skipstjórarnir gömlu komu í land til þess að sækja skipsskjöl sín og voru orðnir leiðir á biðinni, spurðu þeir hafnsögumann, hverju hann spáði um veðrið. ,,Hvad mener De om Vejret i Dag, Herr Lods?“ Gamli maðurinn gretti sig, gaut augunum

39-Hafnsögumaðurinn Read More »

38-„Vínbruggunin“ á Bakkanum

Í norðurenda nýlenduvörubúðarinnar á Eyrarbakka var allstórt afþiljað svæði, sem kallað var „kjallarinn“. Þetta var þó eigi hinn raunverulegi vínkjallari. Hann var aðeins undir nokkrum hluta svæðisins og að nokkru eða mestu leyti undir enn stærra húsi, sem sé vörugeymsluhúsinu. Inn um vesturhlið kjallarans lá járnbraut alla leið neðan frá sjó um portið og inn

38-„Vínbruggunin“ á Bakkanum Read More »

37-Vinnubrögð Bakkamanna

Sumarið 1894 eða fyrir réttum 50 árum var ég að vegalagningu í Kömbum undir stjórn hins árvakra og ötula verkstjóra, Erlendar sál. Zakaríassonar, er síðar bjó að Kópavogi. Vestari hluti vegarins yfir Hellisheiði var lagður árið 1893 undir stjórn Páls Jónssonar vegagjörðarmanns, en yfir eystri hluta hennar árið eftir og samtímis því, að Kambavegurinn var

37-Vinnubrögð Bakkamanna Read More »