hordur

15-Eyrarbakkaverzlun

Bakkinn og Bakkamenn Niður við sjóinn og á strandlengjunni milli ánna, þ. e. Þjórsár að austan og Ölfusár að vestan, eru þorp tvö, Eyrarbakki og Stokkseyri, sem einu nafni hafa nefnd verið Bakkinn, enda eigi órétt, að öll strandlengjan væri áður fyrri nefnd þessu nafni. Þegar menn úr uppsveitum Árnessýslu og enda víðar að fóru […]

15-Eyrarbakkaverzlun Read More »

14 -Formáli (2.bindi)

Áður en hefti þetta væri fullsett, bar að hendi andlát höfundarins, Jóns Pálssonar, fyrrverandi aðalféhirðis. Hann lézt að heimili sínu, Laufásvegi 59 í Reykjavík, föstudaginn 18. janúar síðastliðinn [1946] á 81. aldursári. Þó að Jón Pálsson væri í fyrstu hikandi eða jafnvel tregur til að láta úrval úr safni sínu korna fyrir almennings sjónir nú

14 -Formáli (2.bindi) Read More »

13-Nokkrir spádraumar

VI. Nokkurir spádraumar. Dreymi mann tungl, boðar það skipstapa og jafnmörg mannslíf sem tunglin eru mörg. sól, boðar það mannslát. stjörnur, boðar það barnadauða og veikindi. gull, boðar það sólskin og þerri. silfur, boðar það kulda og ísalög. látún, boðar það bjartara veður. brauð, boðar það góðan afla af sjó. þrekk, boðar það góðan afla

13-Nokkrir spádraumar Read More »

11-Ýmis veðurmerki

Blómin, frostrósirnar og hrímið Loka blómin eigi „bæ“ sínum undir nóttina og svefninn og opna hann árla morguns, er sólin skín á hauður og haf? Blikna þau eigi fyrr og fölna á haustum, þótt góð tíð sé, en stundum ella í skakviðrum og stormum? Það mun þó væntanlega eigi vera vegna þess, að þau séu

11-Ýmis veðurmerki Read More »

10-Veðurspárnar og dýrin

„Landsynningsgrallarinn“ Fisktegund ein, sem efalaust lifir hér við allar strendur landsins og er algeng mjög í Eyrarbakkabugðunni, er hinn svonefndi skarkoli, en því nafni er hann þó eigi nefndur austur þar, heldur landsynningsgrallari. Grallaranafnið er sennilega til komið af því, að fiskurinn er flennistór og flatur eins og stór opin bók, en hinir módökku dílar

10-Veðurspárnar og dýrin Read More »

09-Loftið og sjórinn

Sólfarsvindur á vorum og fram eftir sumri, en norðankul á nóttum. Um miðjan morgun lygnir, og um dagmálabilið er kominn breyskjuhiti með andvara af suðri. Fer svo fram allt að hádegi, og andvarinn færist æ meir í aukana, þokast vestur á við, þangað til hann er kominn í miðmundastað og síðar í nónstað, en jafnframt

09-Loftið og sjórinn Read More »

08-Útsýnið

Sé maður staddur á sjávarbakkanum á Stokkseyri í björtu og heiðskíru veðri og virði fyrir sér útsýnið, er fjallahringurinn þessi frá vestri til austurs: Selvogsheiði með Kvennagönguhólum syðst í Hlíðartánni, þá er þar Heiðin-há nokkru hærra og Bláfjöllin þar norður af, en norðan undan þeim sést á kollinn á Vífilsfelli. Eru hæðir þessar og fjöll

08-Útsýnið Read More »