Skálavík
Skálavík er nefnd fyrst árið 1918. Það hús byggðu systkinin Magnús Gunnarsson kaupmaður, áður bóndi í Brú, og Þuríður Gunnarsdóttir, ekkja Páls Þórðarsonar í Brattsholti, og bjuggu þar til dauðadags
Skálavík er nefnd fyrst árið 1918. Það hús byggðu systkinin Magnús Gunnarsson kaupmaður, áður bóndi í Brú, og Þuríður Gunnarsdóttir, ekkja Páls Þórðarsonar í Brattsholti, og bjuggu þar til dauðadags
Skálafell nefnist símstöðvarhúsið á Stokkseyri, og kemur nafnið fyrst fyrir 1943. Húsið byggði Axel Þórðarson símstjóri, fyrr kennari á Stokkseyri. Hann fluttist til Reykjavíkur 1953.
Sjólyst var byggð árið 1902 af þeim Þórði Björnssyni frá Móeiðarhvolshjáleigu, er fluttist til Reykjavíkur 1927, og Sigurði Magnússyni, síðar í Dvergasteinum.
Sjóbúð II var bær gegnt Kirkjubólil, sem byggður var upp úr sjóbúð handa Guðmundi Jónssyni danska og Láru Sveinbjörnsdóttur konu hans. Bærinn var stundum kenndur við hana og kallaður Lárubúð, þar sem bær þessi var, er nú fénaðarhús frá Sandgerði.
Sigurðarhús er kennt við Sigurð Einarsson verzlunarmann á Stokkseyri, er þar bjó lengi. Húsið er byggt árið 1899 af Eiríki Jónssyni trésmið frá Ási í Holtum, en Jón Adólfsson kaupmaður og Sigurgeir Jónsson verzlunarmaður bjuggu þar fyrst.
Setberg er byggt 1920 af Guðmundi Ólafssyni úr Holtum. Hann fluttist til Reykjavíkur og dó þar.
Góðtemplarahús var reist fyrir aldamót. Það stóð fyrir framan Vinaminni og gaf Grímur í Nesi lóð undir það. Verkalýðsfélag Stokkseyrar keypti síðan húsið og flutti það þangað, sem það er nú. Var það um tíma aðalsamkomuhús hreppsins eða þar til er Gimli var byggt. Verkalýðsfélagið seldi húsið Andrési kaupmanni Jónssyni á Eyrarbakka, er verzlaði þar
Þurrabúðir voru þeir bólstaðir nefndir, sem enginn málnytupeningur fylgdi, og liggur það í orðinu sjálfu, en þurrabúðarmenn voru þeir kallaðir, er þannig bjuggu. Eru þessi orð löghefðuð nú á dögum um þess konar búsetu. Í fornöld voru bólstaðir þessir nefndir búðir og búðsetumenn þeir, er þar bjuggu, en búðseta nefndist búskapur þeirra. Á síðari öldum