hordur

102-Verzlun Ólafs Jóhannessonar

Árið 1926 fekk Ólafur Jóhannesson kaupmaður í Reykjavík verzlunarleyfi á Stokkseyri. Hann hafði árið áður keypt húsið Brávelli af Þórði Jónssyni bóksala og þar með verzlunarhúsnæði, sem þá var ónotað. Það varð svo úr, að Jón Jóhannsson frá Flatey fekk vörur í umboðssölu hjá Ólafi og fór að verzla á Brávöllum. Umboðsverzlun þessa rak Jón […]

102-Verzlun Ólafs Jóhannessonar Read More »

ss2 051 1 asgeirsbud

101-Verzlun Ásgeirs Eiríkssonar

Þegar kaupfélagið Ingólfur hætti starfsemi sinni árið 1923, keypti Ásgeir Eiríksson verslunarmaður nokkuð af vörum Ingólfs og náði í nokkur verzlunarsambönd, sem Ingólfur hafði haft, og stofnaði eigin verzlun. Var Helgi Jónsson fyrrum verzlunarstjóri að nokkru leyti í félagi með Ásgeiri fyrstu árin, eða þar til er Helgi fluttist til Reykjavíkur 1926. Má því að

101-Verzlun Ásgeirs Eiríkssonar Read More »

099-Verzlun Andrésar Jónssonar

Andrés Jónsson frá Vestri-Móhúsum byrjaði að verzla á Eyrarbakka sumarið 1913, en hann hafði áður verið starfsmaður við kaupfélagið Ingólf á Háeyri. Andrés sigldi um nokkurt skeið háan byr í verzlun sinni og hafði mikið umleikis, og árið 1919 stofnaði hann útbú á Stokkseyri. Keypti hann gamla Góðtemplarahúsið af verkalýðsfélaginu og breytti því í verzlunarhús.

099-Verzlun Andrésar Jónssonar Read More »

098-Verzlun Einars Eyjólfssonar

Árið 1919 stofnaði Einar Eyjólfsson frá Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi smáverzlun á heimili sínu, Sjólyst á Stokkseyri, og rak hana í nokkur ár. Eftir að hann hætti að verzla, gerðist hann afgreiðslumaður hjá Jóni Jóhannssyni á Brávöllum og síðan um nokkurn tíma hjá Ólafi Jóhannessyni við sömu verzlun, en fluttist svo til Reykjavíkur. Einar var kvæntur

098-Verzlun Einars Eyjólfssonar Read More »

097-Verzlun Sigurðar Ingimundarsonar

Vorið 1914 opnaði Sigurður Ingimundarson frá Dvergasteinum nýja verzlun á Stokkseyri. Keypti hann hús Pálmars Pálssonar, byggði vestan við það og svo hæð yfir það allt. Innréttaði hann fyrir verzlunina á neðri hæðinni, en efri hæðin var íbúð. Verzlun Sigurðar stóð fyrstu árin í miklum blóma. Hann hafði á boðstólum kornvörur, nýlenduvörur, vefnaðarvörur, skófatnað o.

097-Verzlun Sigurðar Ingimundarsonar Read More »

095-Bókaverzlun Þórðar Jónssonar

Árið 1912 stofnaði Þórður Jónsson bókhaldari bóka- og ritfangaverzlun í húsi sínu, Brávöllum. Var hún í nokkur ár stærsta verzlun sinnar tegundar hér á landi utan kaupstaðanna. Verzlun þessa rak Þórður til ársins 1924, er hann fluttist til Reykjavíkur. Þórður var fæddur í Kolsholtshelli í Flóa 16. apríl 1886, og voru foreldrar hans Jón Þorsteinsson

095-Bókaverzlun Þórðar Jónssonar Read More »

ss2 043 1 hus jons jonassonar

093-Verzlun jóns Jónssonar

Þegar Edinborgarverzlun hætti starfsemi sinni á Stokkseyri árið 1903, stofnaði Jón Jónasson, sem verið hafði verzlunarstjóri bæði hjá Jóni Þórðarsyni og Edinborg, verzlun fyrir eigin reikning. Keypti hann hús Guðmundar læknis, innréttaði það fyrir verzlun og hafði einnig fyrir íbúðarhús. Fjögur fyrstu árin eða til 1907 var Sigurður Einarsson frá Eyvík í félagi með Jóni,

093-Verzlun jóns Jónssonar Read More »