hordur

052-Sund og lendingar

Brimsundin á Stokkseyri hafa verið hin sömu frá ómunatíð og engum teljandi breytingum háð þrátt fyrir ágnauð sjávar og veðra. Um sundin lá leiðin út á miðin og aftur heim að róðri loknum. Þau voru þröngi vegurinn til bjargræðis og oft hið mjóa bil milli lífs og dauða. Allir formenn urðu að þekkja sundin út […]

052-Sund og lendingar Read More »

Baugstaðarjómaútibú

049-Baugstaðarjómabú

Um síðustu aldamót voru stofnuð fyrstu rjómabúin hér á landi, og var einn helzti forgöngumaður þeirra Sigurður Sigurðsson ráðunautur, er hafði kynnt sér slíka starfsemi í Danmörku á vegum Búnaðarfélags Íslands. Samdi hann fróðlega greinargerð um dönsku mjólkurbúin, er birtist í Búnaðarritinu 1899, og sýndi fram á, hvílíkur búhnykkur þau höfðu reynzt þar í landi.

049-Baugstaðarjómabú Read More »

047-Eldiviður

Orðið eldiviður, sem almennt var notað um hvers konar eldsneyti, bendir til þeirra löngu liðnu tíma, er viður var eina eða næstum því eina eldsneytið hér á landi. En skógarnir eyddust skjótt í flestum byggðum landsins, og öflun eldiviðar varð hvarvetna hið mesta vandamál. Að vísu mun móskurður hafa tíðkazt hér allt frá landnámstíð, en

047-Eldiviður Read More »

ss1 150 1 vardbyrgi

046-Hlunnindi

Fyrr á tímum, þegar svo að kalla allt var nýtt, sem jörðin hafði sjálfkrafa fram að bjóða, var margt talið til hlunninda, sem nú þykir lítils virði. Enginn hirðir framar um hinar fjölbreyttu fjörunytjar, sem áður voru veigamikill þáttur í lífsafkomu sjávarfólks, og enginn spyr nú um það, sem forðum þótti mikill kostur á jörðum,

046-Hlunnindi Read More »

045-Ræktun

Á fyrri öldum var naumast um aðra ræktun að ræða en túnrækt, og mundi mönnum nú á dögum þó þykja heldur lítið til hennar koma, túnin venjulega dálitlir kragar kringum bæina, oftast þýfð og seinunnin. Í Stokkseyrarhreppi hagaði þó svo til, að túnin á sjávarbýlunum voru yfirleitt slétt og greiðfær, en þörfnuðust hins vegar mikils

045-Ræktun Read More »

044-Kvikfénaður

Ekki fara sögur af öðrum kvikfénaði í Stokkseyrarhreppi en nautgripum, sauðfé og hrossum. Á síðustu áratugum hefir hænsnarækt auk þess verið stunduð í smáum stíl, mest til heimilisþarfa. Þess sést enginn vottur, t. d. í örnefnum, að geitur og svín, sem í fornöld voru algeng víða um land, hafi nokkurn tíma verið hluti af bústofni

044-Kvikfénaður Read More »

043-Landbúnaður

„Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi,“ segir máltækið, og á það eins við í Stokkseyrarhreppi og annars staðar á landinu, þó að hreppurinn liggi að sjó og sjávarútvegur hafi jafnan að einhverju leyti verið stundaður þar og á köflum til verulegra muna. Engu að síður hefir þó landbúnaðurinn verið kjölfesta og undirstaða undir afkomu fólksins.

043-Landbúnaður Read More »

ss1 135 1 simstodin

042-Póstur og sími

Tilskipun um póstferðir hér á landi var fyrst gefin út 13. maí 1776, en ekki hófust þær ferðir þó fyrr en 1782. Farnar voru þrjár ferðir á ári, og voru þær fyrst og fremst miðaðar við þarfir embættismanna og þá einkum stiftamtmannsins á Bessastöðum, samband hans við sýslumenn landsins og jafnframt við skipaferðir til Danmerkur.

042-Póstur og sími Read More »