hordur

016-Hollt félagslíf

Fyrstu tvö ár mín í félaginu, átti félagið við óhagstætt húsnæði að búa, þar sem ekki var í annað hús að venda með félagsstarfið en barnaskólahúsið, sem var ófullnægjandi fyrir félagsstarfið. En þrátt fyrir á ég þaðan beztu minningar um góða félagsfundi og dansskemmtanir. Þau ár var stórt áform í félaginu, það var ákveðið að […]

016-Hollt félagslíf Read More »

015-Minningar

Það var íþróttarstarfsemin í U.M.F.S. sem vakti athygli mína á félaginu og dró mig að því, þegar á fermingaraldri. Einkum var það glíman. Nú varð ég ekki hlutgengur íþróttamaður, en þetta segir samt sína sögu, að drengjum er mikil þörf á að eignast áhugamál, verkefni, og að komast í kynni við hollan félagsskap og njóta

015-Minningar Read More »

013-Svipmyndir frá æskuárum

Fátt er æskufólki nauðsynlegra en góður félagsskapur. Á æskuskeiði er hugurinn menntgeðja og áhrifagjarn, þá er verið að búa sig undir þau lífsstörf sem valin verða í framtíðinni. Ungmennafélagsskapurinn setti markið hátt og átti fagra hugsjónir. Það var mikill menningarauki fyrir Stokkseyri þegar ungmennafélagið var stofnað. Það varð nokkurskonar tómstundaheimili. Ungir menn tóku að iðka

013-Svipmyndir frá æskuárum Read More »

012-Félagslífið var mér skóli

Vafalaust var það ungmennafélagshreyfingin, sem átti einna mestan þátt í mótun æskunnar á fyrri hluta þessarar aldar. Ungmennafélagshreyfingin barst hingað til lands frá Noregi á fyrstu árum aldarinnar. Hér féll hún í frjóan jarðveg. Æskan tók henni fengins hendi. Frelsishreyfingar sem gert höfðu vart við sig meðal þjóðarinnar, fengu góðan hljóðgrunn. Unga fólkið hópaðist undir

012-Félagslífið var mér skóli Read More »

009-Á morgni aldarinnar

Upp úr aldamótunum síðustu barst ungmennafélagshreyfingin hingað til lands frá Noregi. Þegar minnst er á þessa hreyfingu koma mér fyrst í hug 2 menn, þeir Helgi Valtýsson og Guðmundur Hjaltason. Guðmundur ferðaðist um landið og hélt fyrirlestra um þennan félagsskap með eldlegum áhuga og bjartsýni á framtíðina. Unga fólkið hlustaði á Guðmund með miklum áhuga.

009-Á morgni aldarinnar Read More »

008-Frelsi – menning

Ungmennafélögin hafa alltaf barizt fyrir auknu frelsi og menningu alþjóðar. Öllum ætti því að vera ljóst, að ungmennafélagshreyfingin hefur haft mikla og heillaríka þýðingu fyrir íslenzka þjóðfélagið síðustu fimmtíu árin. Ungmennafélögin voru stofnuð hér á landi á merkum tímamótum í félagsmálasögu Íslendinga. Hreyfingin barst hingað sem ljúfur og hressandi blær, er leysti orku úr læðingi,

008-Frelsi – menning Read More »