Laufás
Laufás er byggður árið 1920 af Karli Guðmundssyni frá Gamla-Hrauni, Jenssonar.
Lárubúð var kennd við Láru Sveinbjörnsdóttur. Nafn þetta var stundum haft um Sjóbúð II, sjá þar.
Kumbaravogskot var folald eða kuðungur frá Kumbaravogi. Það var í byggð á árunum 1830-37, og byggðu það og bjuggu þar mæðginin Salgerður Bjarnadóttir. áður í Vestri-Rauðarhól, og Ásmundur Sveinsson, síðar í Dvergasteinum. Kot þetta var kallað ýmsum nöfnum: Kuðungur, húsv. 1830, Folald, manntalsbók 1831. Nýju-Gerðar, húsv. 1834, Kumbaravogskot, manntalsbók 1836 og Kotið 1837. Allt er
Knarrarósviti var reistur í júnímánuði 1939. Hann stendur á svonefndum Baugsstaðakampi nálægt Fornu-Baugsstöðum. Vitinn er 25 metrar á hæð að meðtöldu ljóskeri, vegleg og snotur bygging. Vitavörður er Páll bóndi Guðmundsson á Baugsstöðum.
Klöpp er byggð árið 1891 af Oddi Sveinssyni og Kristínu Sigurðardóttur. er þar bjuggu síðan. Um þau kvað Magnús Teitsson á glugga vísuna: Nú er allt með kyrrð á Klöpp o. s. frv.
Kirkjuból er byggt árið 1894 af Jóni Bjarnasyni söðlasmið frá Tungufelli, áður bónda á Ásgautsstöðum, og bjó hann þar til dauðadags 1935. Nafnið Kirkjuból höfum vér fyrst séð við húsvitjun 1930.
Keldnakotshjáleiga hefir verið kuðungur hjá Keldnakoti, sem hefir verið aðeins fá ár í byggð. Býlis þessa er aðeins getið í Þingb. Ám. 27. jan. 1769. Þar bjó bróðir bóndans í Keldnakoti, Jón Jónsson yngri frá Grjótlæk. Þegar hann var 16 ára gamall (1756), varð honum á að stela kind úr fjárhúsi Bjarna hreppstjóra Brynjólfssonar á
Keldnakotshjáleiga Read More »