Kalastaðir
Kalastaðir, sjá um þá í kaflanum um hjáleigur.
Jaðar er einn af Sjónarhólsbæjunum. Hann var byggður árið 1900 af Jóni Sigurðssyni frá Jaðri í Ytrihrepp, en Jaðars-nafnið kemur fyrst fyrir við húsvitjun 1905. Þar hefir Sigurður Gíslason frá Grund búið lengi.
Ívarshús var kennt við Ívar Sigurðsson verzlunarmann, sem byggði það árið 1901. Árið 1915 var það skírt upp og kallað Sólbakki, sjá þar.
Ísólfsskáli var kenndur við Ísólf Pálsson organista og tónskáld, er byggði hús þetta árið 1899 og bjó þar, unz hann fluttist til Reykjavíkur 1912. Ísólfsskáli fór í eyði 1916, og bjó Magnús kaupmaður Gunnarsson þar síðast.
Hvanneyri er byggð árið 1921 af Guðmundi Sigurðssyni frá Sjónarhól, þá er hann fluttist frá Bakkagerði.
Hviða var þurrabúð á Stokkseyri, og er hennar aðeins getið í Jarðab. ÁM. 1708. Samkvæmt því, sem þar segir, fór Hviða í eyði 1707, vafalaust eftir mjög skamma byggð, því að í manntali 1703 er hennar ekki getið. Sagt er, að Hviða hafi staðið þar, sem Útgarðar eru nú.
Hraukur mun hafa verið byggður fyrst árið 1824, af Bjarna Jónsyni, áður bónda á Syðsta-Kekki, en ekki kemur nafnið þó fyrir fyrr en 1829. Eftir Bjarna bjó þar Erlendur Þorsteinsson, síðar í Símonarhúsum. Hann fór frá Hrauk 1842 og lagðist kotið þá í eyði. Aftur byggði Bjarni Nikulásson kot þetta upp árið 1880. Var hann
Hótel Stokkseyri er byggt árið 1943 af hlutafélagi nokkurra manna og hefir verið rekið síðan sem gistihús og samkomustaður. Hótelið stendur að nokkru á grunni Félagshússins.