Grund
Grund er byggð árið 1906 af Gísla Gíslasyni, áður bónda í Bugum, og bjó hann þar til æviloka.
Grímsbær var byggður árið 1889 af Njáli Símonarsyni, er þar bjó fyrstur. Árið 1903 var bærinn skírður upp og nefndur Hólmur, sjá þar.
Geirakot er kennt við Olgeir Jónsson frá Grímsfjósum. sem hefir búið þar sem einsetumaður síðan 1920. Það var upphaflega sjóbúð Sigurðar Árnasonar í Hafliðakoti, en Olgeir þiljaði hana í tvennt. Ytra hlutann notar hann fyrir smíðahús, en innra hlutann fyrir svefnhús.
Garður er byggður árið 1941 af Böðvari Tómassyni útgerðarmanni. Það er timburhús á steyptum kjallara, múrhúðað utan.
Garðsstaðir eru einn af Beinateigsbæjunum. Þar var upphaflega sjóbúð Magnúsar Teitssonar. Þegar hann seldi Jóni Þorsteinssyni Garðbæ 1891, flutti hann sig í sjóbúðina, gerði hana upp og kallaði Garðsstaði. Þar bjó Magnús til 1896, er hann byggði Brún og fluttist þangað, en seldi Jóni Eiríki Jóhannssyni frá Klofa og Höllu Sigurðardóttur frá Beinateig Garðsstaði. Þau
Garðhús eru byggð 1890 af Einari Einarssyni, áður bónda í Bugum, og bjó hann þar lengi síðan.
Garðbær er einn af Beinateigsbæjunum. Magnús Teitsson byggði hann 1886 og bjó þar til 1891, er hann seldi bæinn Jóni Þorsteinssyni járnsmið frá Kolsholtshelli. Þar bjó Jón síðan til 1908, er hann byggði húsið Brávelli. Jón hafði smiðjuhús allstórt í Garðbæ og vann þar tíðum að smíðum. Var oft gestkvæmt í smiðjunni, og ræddu menn
Folald svonefnt í manntalsbók Ám. 1831 er sama býli sem Kumbaravogskot, sjá það. Þannig nefndu menn þar eystra afbýli af öðrum kotum eða hjáleigum, sbr. t.d. Gamla-Hraunskot, sem nefnt var í daglegu tali Folald. Slík folöld hafa enn fremur verið Keldnakotshjáleiga og Hólshjáleiga. Stundum nefndu menn afbýli þessi einnig kuðunga.
Félagshús nefndist vörugeymsluhús það hið mikla, er Grímur í Nesi reisti á Stokkseyri árið 1893. Það var 36 X 12 álnir að stærð, þrjár hæðir og sterklega viðað og þiljað í hólf og gólf. Austurhluta hússins seldi Grímur 1896 Birni Kristjánssyni og verzlunarfélögum hans, en þeir seldu aftur 1898 Edinhorgarverzlun í Reykjavík. Þegar Edinborg hætti