hordur

vantarmynd

Breiðamýrarholt

Breiðamýrarholt var hjáleiga frá Holti, byggð fyrst í þann tíma, sem Bjarni Sigurðsson á Stokkseyri var ráðsmaður Skálholtsstóls, að sögn Jarðabókar ÁM. 1708. Bjarni var ráðsmaður á árunum 1631-1638, og hefir Breiðamýrarholt eftir því byggzt á þeim árum, en annars höfum vér fyrst séð þess getið í bændatali 1681. Á 18. öld fór Breiðamýrarholt tvívegis

Breiðamýrarholt Read More »

vantarmynd

Brattsholtshjáleiga

Brattsholtshjáleigu höfum vér fyrst séð nefnda í Þingbók Árnessýslu 11. jan. 1702, en í Jarðabók Árna Magnússonar 1708 er hún talin gamalt býli af heimajörðinni Brattsholti. Það ár var hjáleigan í eyði að öðru en því, að í húsunum lá sjötugur maður karlægur, en afnot af slægjum hafði ábúandinn í Breiðamýrarholti, sem þá var Bergur

Brattsholtshjáleiga Read More »

vantarmynd

Bergsstaðir

Þetta nafn var notað um tíma á hjáleigunni Hraukhlöðu, eftir að Bergur smiður Guðmundsson tók þar upp byggð að nýju árið 1843. Bergsstaðanafnið er notað í húsvitjunarbók Stokkseyrarsóknar 1843 og 1844 og aftur á árunum 1851-1856, en náði ekki varanlegri festu, því að þess í milli og jafnan síðan var það nefnt sínu gamla nafni.

Bergsstaðir Read More »

vantarmynd

Baugstaðahjáleiga

Hennar er aðeins getið í Jb. 1708. Segir þar, að hjáleiga þessi hafi verið byggð fyrst fyrir nær 30 árum, þar sem aldrei hafði fyrri byggð verið, en hafi í auðn legið síðastliðin sjö ár. Samkvæmt því hefir Baugsstaðahjáleiga verið í byggð hér um bil á árunum 1680-1701. Um ábúanda þar er engan kunnugt. Býli

Baugstaðahjáleiga Read More »

tradarholt 169

Traðarholt

Traðarholt er með elztu jörðum í Stokkseyrarhreppi, byggt af Atla Hásteinssyni landnámsmanns skömmu eftir aldamótin 900, að því er ætla má. ,,Atli átti allt milli Grímsár ok Rauðár. Hann bjó í Traðarholti,“ segir í Landnámabók (Íslendinga sögur I, 220). Þar bjuggu síðan niðjar Atla alla 10. öldina og sjálfsagt lengur, en heimildir skortir um það.

Traðarholt Read More »

toftar 169

Tóftar

Bæjarnafnið Tóftar er karlkynsorð í fleirtölu, en samnafnið tóft, flt. tóftir (tættur), sem er kvenkynsorð, hefir haft áhrif á meðferð nafnsins, og er það því ritað Tóftir í flestum heimildum. Í manntali 1703 er rétt með nafnið farið. Sumir hafa talið, að þetta sé sami bær sem Stjörnusteinar, er síðar nefndust Ölvisstaðir, en Flóamanna saga

Tóftar Read More »