Syðsti-Kökkur (Brautartunga)
áður Syðri-Kökkur, sjá Brautartunga, nafni jarðarinnar breytt 1930.
Syðsti-Kökkur (Brautartunga) Read More »
áður Syðri-Kökkur, sjá Brautartunga, nafni jarðarinnar breytt 1930.
Syðsti-Kökkur (Brautartunga) Read More »
Syðra-Sel er hálflenda jarðarinnar Sels, sem að fornu var ein jörð, sjá Sel. Hálflendunnar er getið fyrst í bændatali 1681, og nefnist hún þar Sel neðra, en nálega ávallt síðan Syðra-Sel (Manntal 1703, Jarðabó·k ÁM. 1708 o.s.írv.}, og svo er enn. Frá því á 15. öld var Stokkseyrarkirkja eigandi jarðarinnar og allt fram yfir síðustu
Svanavatn er hálflenda hinnar fornu jarðar Kakkar, eftir að Kakkarhjáleiga hafði verið byggð úr jörðinni, sjá nánara um Kökk. Hálflenda þessi er fyrst nafngreind sem sérstakt býli í manntali 1703 og nefnist þá Efri-Kökkur. Á 18. öld festist smám saman við hana nafnið Mið-Kökkur, nefnd svo 1762 og jafnan síðan. Árið 1930 var jörðin skírð
Svanavatn (Mið-Kökkur) Read More »
Stjörnusteinar eru aðeins nefndir í frásögninni um landnám í Stokkseyrarhreppi í Landnámabók og Flóamanna sögu eftir henni ( Íslendinga sögur I, 220; XII, 7), enda munu þeir snemma hafa lagzt í eyði. Gerðum Landnámabókar ber ekki saman um, hvort Stjörnusteinar eða Stokkseyri sé hinn eiginlegi landnámsbær. Sturlubók ein segir, að Hásteinn Atlason landnámsmaður hafi búið
Skipa er fyrst getið árið 1591 í byggingarbréfi Jóns Grímssonar fyrir jörðinni (Jarðaskjöl Árn. í Þjóðskjalasafni), en því næst árið 1605 í vitnisburði Kristínar Felixdóttur, konu Vopna-Teits, þar sem hún greinir frá dvalarstöðum sínum í æsku. Hún segist þá vera 74 ára gömul, hafa farið frá Hæringsstöðum að Skipum 11 vetra, en þaðan aftur að
Sel er fyrst nefnt, svo að kunnugt sé, í Gíslamáldaga Stokkseyrarkirkju frá 1560, þar sem sagt er, að í fyrsta lagi eigi kirkjan Sel, 20 hundraða jörð ( Ísl. fornbrs. XIII, 552, sbr. XV, 656). Í Vilkinsmáldaga Stokkseyrarkirkju frá 1397 er Sel ekki talið með eignum hennar. Má af því ráða, að kirkjan hafi ekki
Saga býlis Leiðólfsstaðir eru kenndir við Leiðólf, er þar byggði fyrstur manna öndverðlega á 10. öld og var leysingi Atla Hásteinssonar í Traðarholti að sögn Landnámu og Flóamanna sögu ( Íslendinga sögur I, 220, sbr. XII, 7).[note] Sumar Landnámugerðir telja hann leysingja Ölvis, bróður Atla. [/note] Eftir það er jarðarinnar ekki getið fyrr en á
Jörð þessi er fyrst nefnd í sambandi við atburði, sem gerðust um 1477 og síra Jón Egilsson segir frá í Biskupaannálum sínum. Óaldarseggir nokkrir, er taldir voru danskir, höfðu vetursetu á Stokkseyri. ,,Einn þeirra átti frillu upp á Kekki, og þann drápu þeir.“ Eftir það unnu þeir ýmis hermdarverk og sigldu síðan óáreittir af landi
Þeir eru kenndir við Hæring Þorgrímsson errubeins, sem um er getið í Landnámabók og hefir reist þar byggð fyrstur manna nálægt 970. Annars er Hæringsstaða ekki getið beinlínis fyrr en í Vilkinsmáldaga 1397. Þar var þá kirkja, sem helguð var Þorláki biskupi. Átti hún 11 hndr. í heimalandi, þrjár kýr og þrjár ær, auk nauðsynlegustu
Hóla höfum vér fyrst séð getið í áreiðarbréfi milli Gegnishólanna 13. ágúst 1574 og í sams konar bréfi milli Gaulverjabæjar og Gegnishóla sama dag (Alþb. Ísl. I, 257 og 259). Í bréfum þessum koma fyrir mörg örnefni á mörkum þessara jarða. Aftur er Hóla getið í sambandi við Baugsstaðamál, því að annar þeirra bænda, er