Hellukot
Hellukot var hjáleiga frá Stokkseyri, og er þess getið fyrst í manntali 1703. Undir lok 18. aldar var Hellukot selt úr Stokkseyrartorfunni. Seljandinn hefir vafalaust verið mad. Þórdís Jónsdóttir í Dvergasteinum, en kaupandinn var Jón bóndi Ingimundarson á Leiðólfsstöðum (sbr. Skiptab. Árn. 18. júní 1805). Við arfaskipti eftir Jón kom Hellukotið í hlut Bergs, sonar […]







