Starkaðarhús
Starkaðarhús voru hjáleiga frá Stokkseyri, og höfum vér fyrst séð þeirra getið í Þingb. Árn. 15. maí 1699. Nafnið er ritað með ýmsu móti fyrr á tímum: Starkadshús manntal 1703, Starkgardshús Þingb. Árn. 27. maí 1705. Starkardshús Jarðabók ÁM. 1708, Stargerðishús manntalsbók Árn. 1844, og jafnvel á fleiri vega. Í sumum þessum nafnmyndum gægjast fram […]




