Bjarg
Bjarg er byggt árið 1901 af Jóni Jóhannessyni, áður bónda á Mið-Kekki. Gísli Magnússon, sem býr þar nú, hefir gert Bjarg að snotrasta býli og ræktað þar stórt tún.
Bjarg er byggt árið 1901 af Jóni Jóhannessyni, áður bónda á Mið-Kekki. Gísli Magnússon, sem býr þar nú, hefir gert Bjarg að snotrasta býli og ræktað þar stórt tún.
Hólmur hét áður Grímsbær, sjá hann. Árið 1903 skírðu þeir Jón Guðbrandsson og Guðjón Jónsson, sem þar bjuggu þá, bæinn upp.
Bræðraborg I var byggð árið 1896. Hana byggðu bræðurnir Guðmundur Sæmundsson kennari, sem bjó þar lengi, og Lénharður Sæmundsson söðlasmiður, sem bjó þar fá ár. Til aðgreiningar frá samnefndu húsi þar hjá er þetta hús líka kallað Stærri-Bræðraborg eða Vestri-Bræðraborg.
Hausthús eru einn af Beinateigsbæjunum. Þau eru byggð árið 1896 af Runólfi Jónassyni frá Magnúsfjósum, en nafnið á bænum höfum vér ekki séð fyrr en í manntali 1940. Þar býr nú Jósteinn Kristjánsson kaupmaður, og hefir hann byggt þar sölubúð.
Smiðshús voru byggð árið 1898 af Guðjóni Björnssyni, síðar í Starfdal. Árið eftir fluttist þangað Magnús Þórðarson, er þar bjó lengi. Smiðshús fóru í eyði fyrir fáum árum, og hefir Gunnar á Vegamótum þar nú smiðju.
Grímsfjós voru háleiga frá Stokkseyri, og er þeirra getið fyrst í manntali 1703. Hjáleiga þessi hefir öndverðlega verið byggð á fjósstæði heimajarðarinnar af manni þeim, er Grímur hét og býlið er við kennt. Grímsfjós fylgdu austurparti Stokkseyrar, og hélzt svo allt til þess, er erfingjar Adólfs Petersens á Stokkseyri seldu þau Grími í Nesi um
Holt kemur fyrst við sögu árið 1508, svo að vitað sé, í sambandi við jarða. kaup. Hinn 30. nóv. það ár keypti Páll Þórðarson jörðina Hróarsholt í Flóa af Stefáni biskupi Jónssyni og galt upp í andvirðið m. a. jarðirnar Tóftir og Holt í Gaulverjabæjarsókn í Flóa, svo sem mælt er í bréfinu, biskupinum og
Ásgautsstaða er fyrst getið í Landnámu: „Ölvir hafði landnám allt fyrir útan Grímsá, Stokkseyri ok Ásgautsstaði (Íslendinga sögur I, 220). Ásgautur sá, er bærinn er við kenndur, er hvergi nefndur annars staðar en í bæjarnafninu. En líklegt má telja, að hann hafi verið skjólstæðingur Hásteins landnámsmanns Atlasonar eða sona hans.